Vissi ekki að loftræstingin hefði hætt að virka

Vörubifreiðin sem um ræðir.
Vörubifreiðin sem um ræðir. AFP

Maðurinn sem er grunaður um að hafa ekið vörubifreið sem 53 farandverkamenn létust í vegna hita vissi ekki að loftræstingin hefði hætt að virka, samkvæmt dómsskjölum.

Homero Zamorano fannst í felum nærri bifreiðinni í síðustu viku en hann er einn fjögurra sem ákærðir eru fyrir smygl á fólki sem endaði með dauða þeirra. Þá þóttist hann vera einn af farandverkamönnunum.

Christian Martínez sem er einnig ákærður í málinu mun að sögn lögreglunnar í Texas-ríki, þar sem atvikið átti sér stað, hafa sagt að ökumaðurinn hefði ekki vitað að loftræstingin hefði hætt að virka og að það hefði verið ástæðan fyrir dauða fólksins.

Fórnarlambanna minnst.
Fórnarlambanna minnst. AFP

Gætu hlotið dauðadóm

Menn­irn­ir tveir gætu hlotið lífstíðarfang­elsi og jafn­vel dauðadóm ef þeir verða dæmd­ir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá banda­ríska dóms­málaráðuneyt­inu.

Nokkur börn sem fundust í vörubifreiðinni liggja nú á sjúkrahúsi. Fórnarlömbin voru frá Mexíkó, Hondúras, El Salvador og Gvatemala.  

Um er að ræða banvænsta fólkssmygl í sögu Bandaríkjanna.

Vatnsflöskur hafa verið lagðar á staðinn þar sem fólkið dó …
Vatnsflöskur hafa verið lagðar á staðinn þar sem fólkið dó úr hita. AFP
mbl.is
Loka