Tvö sem urðu fyrir eldingunni eru látin

Fórnarlömbin leituðu skjóls undir tré í garðinum.
Fórnarlömbin leituðu skjóls undir tré í garðinum. AFP/Brendan Smilowski

Karl og kona á sjötugsaldri eru látin eftir að hafa orðið fyrir eldingu í Lafayette-garði nálægt Hvíta húsinu í gærkvöld þegar mikill stormur geisaði í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Tvö eru enn í lífshættu.

Eldingu laust niður skömmu fyrir klukkan sjö og hæfði tvær konur og tvo karla samtímis. Voru þau öll flutt á sjúkrahús en lögregla staðfesti í dag að tvö þeirra, Donna Mueller og James Mueller, væru látin, 75 og 76 ára að aldri.

Leituðu skjóls undir tré

„Við erum að biðja fyrir þeim sem eru enn að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Karine Jean-Pierre fréttafulltrúi Hvíta hússins í yfirlýsingu og bætti því við að stjórn Bidens forseta væri hrygg yfir „hörmulegu mannfalli“.

Fórnarlömbin reyndu öll að leita skjóls undir tré í garðinum.

„Tré eru ekki öruggir staðir. Hver sem fer undir tré til að leita skjóls, það er mjög hættulegur staður til að vera á,“ sagði Vito Maggiolo, fulltrúi slökkviliðs og neyðarþjónustunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert