Vegan móðir dæmd sek eftir að barn lést úr hungri

Frá Flórída. Mynd úr safni.
Frá Flórída. Mynd úr safni. AFP

Móðir sem fylgir vegan mataræði og borðar aðeins ávexti og grænmeti var dæmd sek í dag fyrir morð á 18 mánaða syni sínum sem lést vegna hungurs. 

Fréttastofa ABC greinir frá þessu.

Sheila O'Leary 38 ára íbúi Flórída-ríki í Bandaríkjunum var í júní ákærð fyrir sex brot fyrir dómstóli í Lee County-sýslu í Flórída. Hún var ákærð fyrir fyrsta stigs morð, gróft barnaníð, manndráp af stórfelldu gáleysi, barnaníð og vegna vanrækslu gegn tveimur börnum.

Samkvæmt skýrslu lögreglu vó barnið aðeins átta kíló þegar það lést og var á stærð við sjö mánaða gamalt barn. Sheila O'Leary og eiginmaður hennar Ryan Patrick O'Leary hafa sagt sér til varnar að barnið hafi einnig fengið brjóstamjólk.

Parið á tvö önnur börn sem voru einnig vannærð þegar að lögregla greip inn í. Eitt barnið er þriggja ára en hitt fimm ára.

„Lítur hún út eins og móðir sem vill myrða barnið sitt? Þótt það hafi gerst þýðir það ekki að hún hafi framið glæp,“ sagði lögmaður O'Leary á meðan hún sýndi kviðdómnum mynd af móðurinni með syni sínum sem er nú látinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina