Truss tekin við eftir fund með drottningunni

Elísabet Englandsdrottning ásamt Liz Truss í morgun.
Elísabet Englandsdrottning ásamt Liz Truss í morgun. AFP/Jane Barlow/Pool

Liz Truss hefur formlega tekið við sem forsætisráðherra Bretlands eftir að hafa farið á fund Elísabetar Englandsdrottningar í Skotlandi.

Konungsembættið birti ljósmynd af Truss og Elísabetu takast í hendur til að innsigla skipun hennar, eftir að Boris Johnson sagði formlega af sér sem forsætisráðherra fyrr í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert