Fimmtándi forsætisráðherra Elísabetar

Liz Truss veifar til almennings glöð í bragði í morgun …
Liz Truss veifar til almennings glöð í bragði í morgun eftir að ljóst var að hún verður næsti forsætisráðherra Bretlands. AFP/Daniel Leal

Liz Truss, sem var í morgun kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins, verður 15. forsætisráðherra Bretlands, síðan Elísabet II Englandsdrottning tók við krúnunni.

Elísabet mun biðja Truss um að mynda nýja ríkisstjórn á morgun eftir að Boris Johnson hefur sagt formlega af sér sem forsætisráðherra.

Elísabet Englandsdrottning í júlí síðastliðnum.
Elísabet Englandsdrottning í júlí síðastliðnum. AFP/Kirsty O´Connor/Pool

Forverar Truss í Downingstræti 10 síðan Elísabet var krýnd 1952:

Winston Churchill (Íhaldsflokkurinn, 1951-55)

Anthony Eden (Íhaldsflokkurinn, 1955-57)

Harold Macmillan (Íhaldsflokkurinn, 1957-63)

Alec Douglas-Home (Íhaldsflokkurinn, 1963-64)

Harold Wilson (Verkamannaflokkurinn, 1964-70)

Edward Heath (Íhaldsflokkurinn, 1970-74)

Harold Wilson (Verkamannaflokkurinn, 1974-76)

James Callaghan (Verkamannaflokkurinn, 1976-79)

Margaret Thatcher (Íhaldsflokkurinn, 1979-90)

John Major (Íhaldsflokkurinn, 1990-97)

Tony Blair (Verkamannaflokkurinn, 1997-2007)

Gordon Brown (Verkamannaflokkurinn, 2007-10)

David Cameron (Íhaldsflokkurinn, 2010-16)

Theresa May (Íhaldsflokkurinn, 2016-19)

Boris Johnson (Íhaldsflokkurinn, 2019-22)

mbl.is