Kúbverjar kjósa um hjónabönd samkynhneigðra

Hér má sjá mann geriða atkvæði í Havana, höfðuborg Kúbu …
Hér má sjá mann geriða atkvæði í Havana, höfðuborg Kúbu í dag. AFP

Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í Kúbu í dag, um það hvort heimila ætti samkynhneigð hjónabönd að lögum. Þá var einnig kosið um það hvort samkynja pörum verði heimilt að ættleiða börn, hvort færa eigi foreldrum ættleiddra barna meiri réttindi en þeir hafa í dag, og hvort lögleiða eigi þjónustu staðgöngumæðra.

Miguel Diaz-Camel, forseti Kúbu, var fyrstur á kjörstað, en um er að ræða heildarendurskoðun á fjölskyldulöggjöf Kúbu, sem hefur staðið óbreytt frá árinu 1975. 

„Þessar breytingar eru sanngjarnar, nauðsynlegar og í takt við tímann,“ sagði forsetinn í viðtali. 

Tímamót fyrir Kúbverja

Allir Kúbverjar, sem náð hafa sextán ára aldri, geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni með því að haka ýmist við „já“ eða „nei.“

Eru þetta mikil tímamót í Kúbu, en á sjöunda og áttunda áratugnum tíðkaðist enn að senda samkynhneigða borgara í vinnubúðir, ef upp komst um kynhneigð þeirra, að því er fram kemur í frétt AFP. 

Maykel Gonzales, samkynhneigður aðgerðarsinni, birti tíst á Twitter, þar sem hann ítrekaði að með því að kjósa með frumvarpinu væri ekki verið að kjósa með kommúnistaflokknum sem ræður ríkjum í Kúbu. „Það er kommúnistaflokkurinn sem er að kjósa með okkur,“ skrifaði hann. 

mbl.is