Skotárás í rússneskum skóla

Rússneska lögreglan. (Photo by AFP)
Rússneska lögreglan. (Photo by AFP) AFP

Skotárás varð í rússneskum skóla í dag. Lögreglufulltrúar segja að í það minnsta hafi 13 manns látið lífið, þar á meðal sjö börn, og yfir tuttugu særst.

Sjúkrabílar og öryggisþjónusta eru mætt á svæðið í borginni Izhevsk í Rússlandi.

Skotárásin átti sér stað í skóla númer 88. Þar eru tæplega þúsund nemendur og 80 kennarar.

Að sögn rússneska innanríkisráðuneytisins framdi byssumaðurinn sjálfsmorð en ástæða skotárásarinnar er enn óljós.

Rannsóknarlögreglumenn segja að byssumaðurinn hafi verið í svörtum bol með nasistamerkjum á en engin skilríki fundust á honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert