Boðar til þingkosninga í Danmörku

Mette Frederiksen á leið í danska þinghúsið í morgun.
Mette Frederiksen á leið í danska þinghúsið í morgun. AFP/Liselotte Sabroe/Ritzau Scanpix

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tilkynnt um snemmbúnar þingkosningar í landinu 1. nóvember.

Þessu greindi hún frá á blaðamannafundi. 

Frederiksen sagði að sósíaldemókratar ætli sér að mynda nýja ríkisstjórn byggða á breiðum grundvelli, að sögn DR

„Það er kominn tími til að prófa nýja tegund ríkisstjórnar í Danmörku. Við erum tilbúin til samstarfs og málamiðlana,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert