Varnir stórefldar í Japan

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan.
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan. AFP

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, lagði í dag fyrir japanska þingið hugmyndir um stóraukin framlög til varnarmála. 

Hugmyndin er að á næstu fimm árum verði fjárframlög til varnarmála í Japan orðin 56% hærri en þau eru í dag og muni þá ná 318 milljörðum dollara eða um 44 þúsund milljörðum íslenskra króna og fimm hundruðum milljónum betur. 

Samkvæmt AFP-fréttaveitunni eru Japanir á varðbergi gagnvart nágrönnum sínum Norður-Kóreu og Kína. 

Yasukazu Hamada varnarmálaráðherra staðfesti við þarlenda fjölmiðla að málið væri í undirbúningi. Með þessari upphæð geti Japan styrkt varnir sínar verulega. 

Síðustu áratugina hefur Japan eytt minna til varnarmála en þjóðir innan NATO sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert