Tíu fórust í eldsvoða í Frakklandi

VIðbragðsaðilar skammt frá fjölbýlishúsinu.
VIðbragðsaðilar skammt frá fjölbýlishúsinu. AFP/Olivie Chassignole

Fimm börn voru á meðal tíu manns sem fórust í eldsvoða í sjö hæða fjölbýlishúsi í úthverfi borgarinnar Lyon í austurhluta Frakklands.

Óljóst er um upptök eldsins, að sögn yfirvalda, en eldurinn braust út upp úr klukkan tvö í nótt.

Fjórtán slösuðust, þar af einn alvarlega.

Tveir slökkviliðsmenn hlutu minniháttar meiðsli þegar þeir reyndu að ráða niðurlögum eldsins, sem kviknaði á jarðhæð byggingarinnar.

Næstum 170 slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert