Musharraf látinn

Musharraf bjó í Dúbaí síðustu árin.
Musharraf bjó í Dúbaí síðustu árin. AFP/Aamir Qureshi

Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði glímt við veikindi í nokkur ár og fór til Dúbaí árið 2016 til að sækja sér læknisþjónustu og hefur búið þar síðan.

Musharraf var forseti Pakistan á árunum 2001 til 2008 en hann komst fyrst til valda árið 1999, eftir valdarán hersins. Hann var svo gerður að forseta tveimur árum síðar.

Eftir að hann tapaði kosningum árið 2008 flúði hann land en snéri aftur fimm árum síðar og reyndi að bjóða sig fram til forseta á ný. Hann var hins vegar handtekinn og ákærður fyrir landráð. Út frá því hófust löng málaferli en Musharraf tókst að flýja til Dúbaí árið 2016, líkt og áður kom fram.

mbl.is