Á annað hundrað látnir eftir öflugan jarðskjálfta

Fólk safnast saman fyrir framan íbúðarhús sem hrundi í jarðskjálftanum …
Fólk safnast saman fyrir framan íbúðarhús sem hrundi í jarðskjálftanum í sýrlenska þorpinu Azmarin, skammt frá tyrknesku landamærunum. AFP/Omar Haj Kadour

Á annað hundrað manns eru látnir eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,8 gekk yfir Tyrklandi og Sýrland í nótt. Þar af eru að minnsta kosti 110 látnir og 516 slasaðir í Sýrlandi. 

Húsarústir í sýrlenska þorpinu Azmarin.
Húsarústir í sýrlenska þorpinu Azmarin. AFP/Omar Hj Kadour

Fjöldi bygginga hrundi í skjálftanum. Upptök hans urðu í suðausturhluta Tyrklands, skammt frá landamærum landanna tveggja.

mbl.is