Óttast er að jarðskjálftinn kröftugi, sem gekk yfir suðausturhluta Tyrklands og nágrannaríkið Sýrland snemma á mánudaginn, hafi orðið tugum þúsunda að bana og valdið mikilli eyðileggingu í ýmsum borgum.
Þetta vitum við núna um hamfarirnar:
Fyrsti skjálftinn mældist 7,8 stig og reið yfir klukkan 4.17 að staðartíma, eða klukkan 1.17 að íslenskum tíma, þegar flestir lágu í fastasvefni. Hann varð á um 18 kílómetra dýpt skammt frá tyrknesku borginni Gaziantep, þar sem um tvær milljónir manna búa.
Honum fylgdi 7,5 stiga eftirskjálfti, auk fleiri minni skjálfta í kjölfarið.
Jarðskjálftarnir eyðilögðu heilu hverfin í stórum borgum í Tyrklandi og hinu stríðshrjáða Sýrlandi.
Milljónir manna hafa undanfarin ár flúið á þetta svæði vegna stríðsins í Sýrlandi og annarra átaka.
Girl rescued from destroyed building after Turkey earthquakehttps://t.co/bQFN4CGoGv pic.twitter.com/7xKxUBUAd4
— BBC News (World) (@BBCWorld) February 7, 2023
Yfir 11.200 manns hafa fundist látnir og þúsundir til viðbótar slasast. Fleiri hafa fundist látnir í Tyrklandi heldur en í Sýrlandi. Leit heldur áfram í rústum bygginga að eftirlifendum.
Mikil eyðilegging varð skammt frá upptökum skjálftans á milli borganna Kahramanmaras og Gaziantep, þar sem heilu íbúðablokkirnar voru í rúst.
Að sögn Tyrkja hafa yfir þrjú þúsund byggingar hrunið til grunna í sjö mismunandi héruðum, þar á meðal sjúkrahús. Frægt bænahús frá 13. öld hrundi að hluta til í héraðinu Maltaya, þar sem 14 hæða bygging með 28 íbúðum og 92 manns hrundi einnig.
An eight-year-old has been rescued from rubble in Hatay, Turkey after 52 hours
— BBC News (World) (@BBCWorld) February 8, 2023
Rescuers warn time is running out to find more survivors after two huge earthquakes hit Syria and Turkey
Live updates ⬇️
Í færslum á samfélagsmiðlum mátti sjá ónýtan 2.200 ára gamlan kastala sem rómverskir herir byggðu í Gaziantep.
Sýrlenska heilbrigðisráðuneytið greindi frá eyðileggingu í héruðunum Aleppo, Latakia, Hama og Tartus.
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, varaði við því að tveir staðir á heimsminjaskrá hennar, sýrlenska borgin Aleppo og virki í tyrknesku borginni Diyarbakir hefðu orðið fyrir skemmdum og að þó nokkrir staðir í viðbót gætu hafa skemmst.
Fjöldi samtaka og þjóða hefur boðið fram aðstoð sína, þar á meðal ESB, Sameinuð þjóðirnar, NATO, Bandaríkin, Kína og Rússland. Þrátt fyrir pólitíska spennu hafa bæði Grikkir og Svíar boðist til að hjálpa Tyrkjum. Íslendingar hafa einnig sent fólk á vettvang.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að jarðskjálftarnir gætu haft áhrif á allt að 23 milljónir manna og hefur hún heitið aðstoð til langs tíma.
Mexico is sending its beloved search and rescue dogs to Turkey to help find survivors in the rubble following Monday’s devastating earthquake that toppled thousands of buildings in the country. https://t.co/Gb50O2EF6q
— CNN (@CNN) February 8, 2023