Heimsókn Karls frestað vegna mótmæla

Karl og Kamilla drottning í síðasta mánuði.
Karl og Kamilla drottning í síðasta mánuði. AFP/Chris Jackson

Fyrirhugaðri heimsókn Karls III. Bretakonungs til Frakklands hefur verið frestað vegna mótmælanna sem hafa staðið yfir í landinu.

Franska forsetaembættið greindi frá þessu.

Fyrr í morgun var sagt frá því að mikil mótmæli vegna nýrra laga um hækkun eftirlaunaaldurs gætu sett strik í reikninginn varðandi heimsóknina. 

„Ákvörðunin var tekin af frönsku og bresku ríkisstjórnunum eftir símtal á milli forsetans og konungsins í morgun,“ sagði í yfirlýsingu.

„Ný dagsetning fyrir heimsóknina verður fundin eins fljótt og auðið er.“

mbl.is