Hafa náð tökum á eldinum

Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi.
Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi. AFP/David Gray

Slökkviliðið í Sydney segist hafa náð tökum á eldinum sem kviknaði í sjö hæða byggingu í áströlsku borginni í morgun. 

„Við höfum náð tökum á eldinum en hann logar enn,“ sagði slökkviliðsstjórinn Adam Dewberry. „Það lítur út fyrir að við höfum stöðvað útbreiðslu eldsins í nærliggjandi byggingar, sem eru góð tíðindi.“

Hann bætti við að of hættulegt væri fyrir slökkviliðsmenn að fara inn í bygginguna.

AFP/David Gray

Byggingin var mannlaus þegar eldurinn kviknaði, en þar var áður hattaverksmiðja, að sögn ástralska fjölmiðla.  

Yfir 130 slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn síðan í morgun.

Eldurinn breiddist út í aðra „yfirgefna og illa farna” þriggja hæða byggingu, sagði Dewberry, sem tók þó fram að mesti eldurinn væri í sjö hæða byggingunni.

Einn slökkviliðsmaður hlaut minniháttar brunasár á handlegg en þurfti ekki að fara á sjúkrahús.

mbl.is