Flugvellinum lokað vegna eldgoss

Eldgos í Etnu árið 2021.
Eldgos í Etnu árið 2021. AFP

Öllum flugferðum hefur verið frestað á flugvellinum í Kataníu á ítölsku eyjunni Sikiley eftir að gos hófst í eldfjallinu Etnu.

„Vegna eldgoss í Etnu og öskufalli hefur flugferðum verið frestað til klukkan átta í kvöld,“ segir á vefsíðu flugvallarins. 

Gosaska eykur líkur á slysum

Borgarstjóri Kataníu, Enrico Trantino, hefur þá einnig bannað notkun vél- og reiðhjóla næstu tvo sólarhringa vegna þess að sum svæði eru þakin gosösku. GEtur askan myndað sleipt yfirborð á vegum og aukið líkur á slysum.

Eldfjallið Etna er það virkasta í Evrópu og hefur gosið oft á undanförnum 500.000 árum en flugvellinum í Kataníu var síðast lokað í heilan dag vegna goss þann 21. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert