Altman snýr aftur í forstjórastól OpenAI

Dramatískt brotthvarf Altmans á föstudag varð til þess að hundruð …
Dramatískt brotthvarf Altmans á föstudag varð til þess að hundruð starfsmanna fyrirtækisins hótuðu því að hætta í opnu bréfi þar sem krafist var afsagnar stjórnar. AFP/Oliver Douliery

OpenAI, sem þróar gervi­greind­ar­líkanið Chat­G­PT, hefur tilkynnt um að Sam Altman muni snúa til baka í forstjórastól fyrirtækisins aðeins nokkrum dögum eftir að stjórn þess ákvað óvænt að víkja honum úr starfi.

Dramatískt brotthvarf Altmans á föstudag varð til þess að hundruð starfsmanna fyrirtækisins hótuðu því að hætta í opnu bréfi þar sem krafist var afsagnar stjórnar. Það má segja að framtíð fyrirtækisins hafi verið í nokkru uppnámi.

Altman stýrir rannsóknarteymi fyrirtækisins um gervigreind

Fyrirtækið birti tilkynningu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, að samkomulag hefði náðst við Altman um að snúa til baka í stól forstjóra. Þá myndu Bret Taylor og Larry Summers koma inn í stjórn félagsins.

Sataya Nadella, forstjóri Microsoft, hafði tilkynnt um að Microsoft myndi ráða Altman til þess að stýra rannsóknarteymi fyrirtækisins um gervigreind. Altman lét sjálfur hafa eftir sér að hann myndi snúa til baka til OpenAI í fullri sátt við Nadella.

Breytinga þörf í stjórn fyrirtækisins

Nadella hafði áður sagt að breytinga væri þörf í stjórnarháttum OpenAI til að koma í veg fyrir truflandi og óvænta atburði. 

Forstjóri Microsoft birti tilkynningu á X í gær þar sem hann sagði breytingar á stjórn OpenAI hvetjandi fyrir fyrirtækið. Jafnframt að um væri að ræða nauðsynlegt skref til í átt að stöðugri, vel upplýstri og skilvirkri stjórnsýslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert