Bandaríkjamenn bregðast við sjóráninu

Stjórnvöld í Bandaríkjunum kalla eftir því að Íranir láti skipið …
Stjórnvöld í Bandaríkjunum kalla eftir því að Íranir láti skipið laust. AFP/Brendan Smialowski

Stjórnvöld í Bandaríkjunum kalla eftir því að Íranar láti laust flutningaskip sem þeir tóku á sitt vald fyrr í dag.

Skipið er í eigu Breta en Íranar sögðu fyrr í dag að tengsl væru á milli skipsins og Ísraels.

„Við köllum eftir því að Íran sleppi skipinu og alþjóðlegri áhöfn þess tafarlaust,“ sagði talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, Adrienne Watson.

„Að leggja hald á skip í almannaeigu án ögrunar er gróft brot á alþjóðalögum og sjórán af hálfu íranska byltingarvarðarins.“

25 skipverjar um borð

Íranski byltingavörðurinn tók stjórn á skipinu fyrr í dag nærri Hormuz-sundi. 25 skip­verj­ar eru um borð í skip­inu sem er nú verið að sigla inn á ír­anskt yf­ir­ráðasvæði.

Ísra­els­menn segja þetta vera sjó­ræn­ingjaaðgerð og biðla nú til Evr­ópu­sam­bands­ins að skil­greina ír­anska bylt­inga­vörðinn sem hryðju­verka­sam­tök.

„Ég kalla eft­ir því að Evr­ópu­sam­bandið og frjálsi heim­ur­inn skil­greini Ír­anska bylt­ing­ar­vörðinn sem hryðju­verka­sam­tök og grípi til refsiaðgerða gegn Íran,“ sagði Israel Katz, ut­an­rík­is­ráðherra Ísra­els, í yf­ir­lýs­ingu á sam­fé­lags­miðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert