Biden áréttar stuðning við Ísrael

Joe Biden er forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden er forseti Bandaríkjanna. AFP/Mandel Ngan

Fundur Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, með öryggisráði Bandaríkjanna er lokið. Enn hafa engin formleg viðbrögð borist frá Hvíta húsinu. Biden tilkynnti þó fyrir skömmu að stuðningur Bandaríkjamanna við Ísrael væri óskoraður.  

Vestrænir leiðtogar keppast við að lýsa yfir stuðningi við Ísrael. Annalena Bearbock, utanríkisráðherra Þýskalands, fordæmir árás Írana á Ísrael. Segir hún árásina skapa glundroða í Mið-Austurlöndum sem ekki sjái fyrir endann á. 

Jafnframt áréttaði hún stuðning Þýskalands við Ísrael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert