Hefndaraðgerð vegna árásar á sendiráð Írana

Íranski ríkismiðillinn tilkynnir landsmönnum um árás á Ísrael.
Íranski ríkismiðillinn tilkynnir landsmönnum um árás á Ísrael.

Ísraelsmenn undirbúa nú varnarkerfi sín vegna yfirvofandi drónaárásar Írana. Fram kemur á vef New York Times að Ísraelsmenn hyggist senda á loft flugskeyti til móts við dróna sem nú eru á leið til Ísrael.

Til stendur að loka lofthelgi landsins klukkan hálf eitt á staðartíma eða klukkan 21.30 að íslenskum tíma.

Búist er við því að drónarnir nái að ísraelskum landamærum eftir eða um tíuleytið í kvöld.

Þá berast eignir fregnir af því að Íranir hafi lokað lofhelgi sinni. Jafnframt að Íranir muni einnig senda loftskeyti í átt að Ísrael til viðbótar við árásardróna.

Opnuð hefur verið fjöldahjálparstöð í Haifa en ekki liggur fyrir hver skotmörk Írana eru.

Ísraelski ríkismiðillinn segir að árásin sé hefndaraðgerð fyrir árás Ísraelsmanna á sendiráð landsins í Damaskus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert