Segir að refsa verði Ísrael

Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans.
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans. AFP/Khameini.ir

Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, hefur staðfest drónaársir Írans á Ísrael. Hann gaf út yfirlýsingu á X (áður Twitter) fyrir stuttu þar sem hann sagði:

„Illa ríkinu verður refsað.“

Utanríkisráðherra Írans, Hossein Amir-Abdollahian, segist hafa varað Bandaríkin við að skipta sér ekki af í færslu á X

Byltingarvörðurinn staðfestir árásina 

Íranski byltingarvörðurinn staðfesti árásina í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld. Þá sögðust þeir hafa skotið flugskeytum og sprengjudrónum í átt að Ísrael frá Íran. 

„Við höfum ráðist á skotmörk innan Ísraels með fjölda dróna og flugskeyta í kjölfar glæpa Síoníska ríkisvaldsins, þar á meðal árás þess á sendiráð Írans í Damaskus og fyrir að gera herforingja okkar og hernaðarráðgjafa í Sýrlandi að píslarvottum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert