Lofthelgi opnuð að nýju

Rústir flugskeytis sem herinn í Jórdaníu skaut niður í nótt …
Rústir flugskeytis sem herinn í Jórdaníu skaut niður í nótt yfir höfuðborginni Amman. AFP/Ahmad Shoura

Opnað hefur verið fyrir lofthelgi Íraks, Jórdaníu, Líbanon og Ísrael en þeim var öllum lokað tímabundið vegna árásarinnar í gærkvöldi og í nótt.

Varnarmálaráðherra Írans, Mohammad Rexa Ashtiani, varaði í gær lönd frá því að opna loft-helgi í þágu Ísraels.

„Hvaða land sem opnar fyrir lofthelgi sína eða hleypir Ísrael í gegnum landamæri sín til þess að ráðast á Íran má eiga von á afgerandi viðbrögðum frá okkur,“ sagði Ashtiani.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert