Biblíubréfið sýnt í Kaupmannahöfn

Biblíubréfið frá 1876 en á því er að finna 23 …
Biblíubréfið frá 1876 en á því er að finna 23 skildingafrímerki. Morgunblaðið
BIBLÍUBRÉFIÐ, örk með 23 skildingafrímerkjum frá Íslandi, verður sýnt í fyrsta sinn á Norðurlöndunum á Póst- og símaminjasafninu í Kaupmannahöfn 19.-22. nóvember nk. Biblíubréfið er frá árinu 1876 og er talið einstæður frímerkjafundur. Það fannst árið 1972 inni í gamalli Biblíu. Það er eina þekkta bréfið með þjónustufrímerkjum og er af þeim sökum talið það verðmætasta sem frá Íslandi hefur komið. Það var síðast selt á uppboði hjá Feldman í Sviss fyrir um 17 milljónir króna.
 Magni R. Magnússon kaupmaður segir að bréfið hafi verið selt á uppboði í Þýskalandi og horfið af markaðnum. Skyndilega hafi það verið boðið upp og selt hjá Feldman í Sviss árið 1983. Salan var ein af tíu hæstu það ár í frímerkjaheiminum.
 "Bréfið á að hafa fundist í Biblíu úti á landi. Það er með skildingafrímerkjum og er frá þeim tíma þegar myntbreyting varð á Íslandi. 1. janúar 1875 voru teknar upp krónur og aurar í stað ríkisdala og skildinga. Sýslumaðurinn á Kiðabergi í Árnessýslu, Þorsteinn Jónsson, fékk sendingu með nýju peningunum sem hann átti að láta til skipta fyrir ríkisdali og skildinga og því fylgdi annað bréf, sem er hið svokallaða Biblíubréf," segir Jón Aðalsteinn Jónsson, orðabókarritstjóri og frímerkjasérfræðingur.
 Á umslaginu, sem stílað er til sýslumannsins í Árnessýslu, eru 22 átta skildinga frímerki og eitt fjögurra skildinga frímerki. Á umslaginu kemur fram að þyngdin á sendingunni er 10 pund og 82 kvint. Á því stendur að með fylgi forsiglaður peningaböggull með 75 kr. í 10, 5, 2 og 1 eyris peningum sem jafngildi 37 ríkisdölum og 48 skildingum. Líklega sendi landfógetinn bréfið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert