Árni segir af sér formennsku í byggingarnefnd

Árni Johnsen alþingismaður hefur ákveðið að segja af sér formennsku í byggingarnefnd Þjóðleikhússins, að því er kom fram í fréttum RÚV. Þar sagði einnig, að í viðtali við RÚV í morgun hefði Árni viðurkennt að hafa sagt ósatt um hleðslusteina sem teknir voru út hjá BM Vallá í nafni Þjóðleikhússins, og þessir steinar hefðu verið notaðir í hleðslu við hús Árna.

Fram kom í útvarpsfréttum að Árni myndi að endurgreiða steinana sem kostuðu um 170 þúsund krónur. Hann ætlaði hins vegar ekki að segja af sér þingmennsku vegna málsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert