20 Falun Gong-iðkendur í hungurverkfalli í París

Um 20 Falun Gong-iðkendur hófu í gærkvöldi hungurverkfall fyrir framan innritunarborð sem Flugleiðir nota á Charles de Gaulle-flugvelli í París eftir að þeim hafði verið meinað að fara um borð í flugvél Flugleiða til Íslands.

"Okkur var neitað um að fara um borð og okkur var hvorki boðin aðstoð né komið með tillögur um lausn á okkar málum," sagði Gillian Ye í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi en hún er ein þeirra sem eru í hungurverkfalli. Að hennar sögn verður verkfallinu haldið áfram þar til viðunandi lausn fæst, þ.e. að þau fái að fara til Íslands. Það væri ólöglegt að meina þeim för til Íslands skv. svörtum lista. Íslenskir sendiráðsstarfsmenn á flugvellinum hefðu hvorki leyft þeim að sjá "svarta listann" sem ákvörðunin byggðist á né vildu þeir greina frá því hvaðan nöfnin væru fengin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »