Ástþór handtekinn

Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var handtekinn í nótt. Lögreglan fór inn á heimili hans og gerði þar m.a. húsleit í kjölfar þess að Ástþór sendi fjölmiðlum orðsendingu í tölvupósti í gær um að Friður 2000 hafi rökstuddan grun um að ráðist verði gegn íslenskri flugvél með flugráni eða sprengjutilræði.

mbl.is