Óveður á Vestfjörðum

Óveður er á Klettshálsi á Vestfjörðum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en þar er talið fært stórum bílum og jeppum. Verið er að hreinsa vegi, einkum á Norðurlandi og Austurlandi. Víða um land er hálka eða hálkublettir á vegum.

mbl.is