Stálu söfnunarbauk Samfylkingarinnar

Tveir ungir drengir hlupu á brott með söfnunarbauk Samfylkingarinnar á kosningahátíð þeirra í Hásölum í Hafnarfirði, rétt eftir miðnætti á laugardagskvöld, fyrir framan nefið á gjaldkera flokksins. Þetta kemur fram í Fjarðarpóstinum í dag.

Þar kemur fram, að piltur hafi þrifið söfnunarbaukinn og annar hlaupið á eftir honum út. Þjófarnir eru ekki fundnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert