250 manna tjald fauk á Sæluhelgi á Suðureyri

Tjaldið hafnaði á þremur bifreiðum, en engar skemmdir urðu.
Tjaldið hafnaði á þremur bifreiðum, en engar skemmdir urðu. mbl.is/Þorsteinn J. Tómasson

Stórt samkomutjald fauk ofan af gestum á fjölskylduhátíð í Staðardal í Súgandafirði um hálfsexleytið á föstudaginn. Tæplega 200 gestir höfðu safnast saman til að vera við hátíðina, sem nefnist Sæluhelgi á Suðureyri, og voru margir gestanna inni í tjaldinu þegar sterk vindhviða kom inn í tjaldið og varð þess valdandi að það tók að lyftast upp af 60 sentimetra löngum hælum sem höfðu haldið því niðri.

Tjaldið, sem rúmar um 250 manns, snerist við í hviðunni og lenti á þakinu en brotnaði ekki saman. Þremur bílum hafði verið lagt við ofanvert tjaldið og urðu undir því en engar skemmdir urðu á bílunum. Einn gestur fékk borð á fótinn á sér og meiddist lítillega en engin alvarleg meiðsli urðu á gestum sem létu atvikið ekki á sig fá og reistu skjólvegg úr tjaldinu.

Skjólveggurinn hélt það sem eftir lifði og dagskrá hátíðarinnar var haldið áfram fram eftir kvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert