Ofurmaraþon á Laugavegi

mbl.is/Björgvin Hilmarsson

Að ganga leiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur er mörgum ágætis útivist og tekur fólk sér gjarnan nokkra daga í gönguna til að njóta náttúrunnar. Öðrum er Laugavegurinn hin besta skokkbraut. Um helgina var keppt í ofurmaraþoni á Laugaveginum, þar sem yfir eitt hundrað hlauparar hlupu um 55 kílómetra leið yfir fjöll og firnindi. Sigurvegarinn, Charles Hubbard, spretti svo sannarlega úr spori og lauk hlaupinu á tæpum fimm tímum, rúmum tuttugu mínútum á undan næsta manni, Steinari Friðgeirssyni. Hér má sjá Pétur Hauk Helgason spretta úr spori við fögnuð útivistarfólks, en hann lenti í tíunda sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »