Sérsveitarmönnum lögreglu fjölgað á næstu árum

Sérsveitarmenn á æfingu.
Sérsveitarmenn á æfingu. mbl.is/Júlíus
Fjölgað verður í sérsveit lögreglunnar úr 21 í 50 á næstu árum og einnig verður sveitin nú stoðdeild undir forsjá ríkislögreglustjóra og sérsveitarmenn hjá lögreglunni í Reykjavík heyra frá og með deginum í dag undir embætti ríkislögreglustjóra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun, og sagði að breytingar þessar væru gerðar vegna breyttra aðstæðna og vaxandi hörku í afbrotum. Eiga breytingarnar að stuðla að auknu öryggi lögreglumanna og almennings alls.

Breytingin felur í sér að frá og með deginum í dag heyra 16 sérsveitarmenn hjá lögreglunni í Reykjavík undir embætti ríkislögreglustjóra. Þess vegna verður lögreglumönnum í Reykjavík fjölgað um tíu frá og með 1. júní nk. og má búast við að þær stöður verði auglýstar til umsóknar fljótlega.

Björn segir að meginkjarninn með þessum breytingum sé að verið sé að efla löggæsluna í landinu öllu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þessi efling sérsveitarinnar sé nokkuð kostnaðarsöm. Þegar sérsveitarmönnum hefur verið fjölgað í 50 er áætlað að kostnaðurinn á ári við rekstur sveitarinnar nemi 250 m.kr. Dómsmálaráðherra segir það markmiðið að þessi fjölgun nái fram að ganga á fáum árum.

Björn segir að lögreglan þurfi að vera búin undir að sinna m.a. hryðjuverkum. Þá þurfi að bregðast við aukinni hörku í glæpastarfsemi í landinu. „Þetta endurspeglar að við teljum að við séum komin inn í nýtt umhverfi og við skilgreinum þau verkefni sem að lögreglunni snúa á annan veg en áður,“ sagði Björn og bætti við að ríkisstjórnin hafi fallist á þetta mat sitt.

„Auk þess að styrkja lögreglustarf í landinu tryggir þessi nýskipan að sérsveitin raskar ekki lengur starfsemi almennrar deildar lögreglunnar í Reykjavík vegna brotthvarfs mana til sérsveitarstarfa eða þjálfunar,“ segir í tilkynningu. Sérsveitarmenn munu þó áfram sinna almennum lögreglustörfum samhliða þjálfun og sérsveitarverkefnum. Þá munu þeir sinna sérstökum verkefnum um land allt, s.s. að þjálfa aðra lögreglumenn, flugvernd, siglingavernd og friðargæslu.

Björn nefndi sem dæmi að von sé á skemmtiferðaskipi til landsins með 40-50 þúsund farþega og siglingavernd felist m.a. í tryggja öryggi slíkra skipa. „Við þurfum að búa þannig um hnútana að annarra þjóða menn hafi trú á því að við getum brugðist við þeim verkefnum sem upp kunna að koma hér á landi sem annars staðar,“ sagði ráðherra.

Björn segir að stefnt sé að því að hluti sérsveitarinnar sé alltaf til taks á höfuðborgarsvæðinu með engum fyrirvara. Sérsveitin mun hafa sérstakan vaktbíl til umráða og þurfi að senda sérsveitarmenn lengra en sem nemur einnar klukkustundar akstri verða þeir sendir með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

mbl.is

Innlent »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12. Meira »

30 barna leitað í 65 skipti

05:30 Færri leitarbeiðnir vegna týndra barna hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ár en á sama tíma í fyrra.  Meira »

Umferðin á uppleið

05:30 Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir það sæta tíðindum að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið meiri en sumarmánuðina 2016. Meira »

Huga að brunavörnum í Hallgrímskirkju

05:30 Hafist verður handa við að skipta um lyftu í Hallgrímskirkjuturni eftir páska.   Meira »

Verslun muni eflast

05:30 „Það hefur alltaf komið upp háreysti þegar verslunargötum með bílaumferð er breytt í göngugötur, en það hefur aftur á móti sýnt sig í hverri einustu borg þar sem það hefur verið gert að menn vilja ekki snúa aftur til fyrra horfs,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Meira »

Færri senda skilaboð undir stýri

05:30 Á meðan æ færri framhaldsskólanemar viðurkenna í könnunum að tala óhandfrjálst í símann undir stýri, fjölgar þeim sem segjast nota símann í að leita að upplýsingum í miðjum akstri. Meira »

Sömdu um kyrrsetningu í september

05:30 Í drögum að samkomulagi milli WOW air og Isavia frá í september sl. sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er gengið út frá því að flugfélagið greiði upp vanskilaskuld við Keflavíkurflugvöll í 13 stökum afborgunum sem teygja myndu sig yfir síðustu tvo mánuði ársins 2018 og fyrstu 11 mánuði 2019. Meira »

Nefnd skipuð vegna dóma MDE

00:06 Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherrra hafa skipað nefnd sem á að greina þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þess hvort og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast í til að mæta þeim. Meira »

Aðeins kveikt á Boga næstu vikur

Í gær, 22:00 Næstu vikur verður aðeins kveikt á ofninum Boga í verksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Rykhreinsivirkið í verksmiðjunni annar ekki framleiðslu frá tveimur ofnum á fullu afli. Meira »

Flyksan reyndist vera brandugla

Í gær, 21:55 Það voru athugulir ökumenn sem komu auga á það sem í fyrstu virtist flyksa föst í girðingu skammt frá þjóðveginum rétt innan við Þórshöfn. Flyksan reyndist hins vegar vera brandugla sem fest hafði annan vænginn í girðingunni og náðu þeir að losa hana. Meira »