Sérsveitarmönnum lögreglu fjölgað á næstu árum

Sérsveitarmenn á æfingu.
Sérsveitarmenn á æfingu. mbl.is/Júlíus
Fjölgað verður í sérsveit lögreglunnar úr 21 í 50 á næstu árum og einnig verður sveitin nú stoðdeild undir forsjá ríkislögreglustjóra og sérsveitarmenn hjá lögreglunni í Reykjavík heyra frá og með deginum í dag undir embætti ríkislögreglustjóra. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun, og sagði að breytingar þessar væru gerðar vegna breyttra aðstæðna og vaxandi hörku í afbrotum. Eiga breytingarnar að stuðla að auknu öryggi lögreglumanna og almennings alls.

Breytingin felur í sér að frá og með deginum í dag heyra 16 sérsveitarmenn hjá lögreglunni í Reykjavík undir embætti ríkislögreglustjóra. Þess vegna verður lögreglumönnum í Reykjavík fjölgað um tíu frá og með 1. júní nk. og má búast við að þær stöður verði auglýstar til umsóknar fljótlega.

Björn segir að meginkjarninn með þessum breytingum sé að verið sé að efla löggæsluna í landinu öllu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þessi efling sérsveitarinnar sé nokkuð kostnaðarsöm. Þegar sérsveitarmönnum hefur verið fjölgað í 50 er áætlað að kostnaðurinn á ári við rekstur sveitarinnar nemi 250 m.kr. Dómsmálaráðherra segir það markmiðið að þessi fjölgun nái fram að ganga á fáum árum.

Björn segir að lögreglan þurfi að vera búin undir að sinna m.a. hryðjuverkum. Þá þurfi að bregðast við aukinni hörku í glæpastarfsemi í landinu. „Þetta endurspeglar að við teljum að við séum komin inn í nýtt umhverfi og við skilgreinum þau verkefni sem að lögreglunni snúa á annan veg en áður,“ sagði Björn og bætti við að ríkisstjórnin hafi fallist á þetta mat sitt.

„Auk þess að styrkja lögreglustarf í landinu tryggir þessi nýskipan að sérsveitin raskar ekki lengur starfsemi almennrar deildar lögreglunnar í Reykjavík vegna brotthvarfs mana til sérsveitarstarfa eða þjálfunar,“ segir í tilkynningu. Sérsveitarmenn munu þó áfram sinna almennum lögreglustörfum samhliða þjálfun og sérsveitarverkefnum. Þá munu þeir sinna sérstökum verkefnum um land allt, s.s. að þjálfa aðra lögreglumenn, flugvernd, siglingavernd og friðargæslu.

Björn nefndi sem dæmi að von sé á skemmtiferðaskipi til landsins með 40-50 þúsund farþega og siglingavernd felist m.a. í tryggja öryggi slíkra skipa. „Við þurfum að búa þannig um hnútana að annarra þjóða menn hafi trú á því að við getum brugðist við þeim verkefnum sem upp kunna að koma hér á landi sem annars staðar,“ sagði ráðherra.

Björn segir að stefnt sé að því að hluti sérsveitarinnar sé alltaf til taks á höfuðborgarsvæðinu með engum fyrirvara. Sérsveitin mun hafa sérstakan vaktbíl til umráða og þurfi að senda sérsveitarmenn lengra en sem nemur einnar klukkustundar akstri verða þeir sendir með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

mbl.is

Innlent »

Rannsakar malavísk börn með malaríu

12:50 „Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví. Í loka­verk­efni sínu í klín­ískri sál­fræði við HÍ skoðar hún úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu. Meira »

Breytingar á leiðakerfi Strætó

12:37 Leiðakerfi Strætó mun taka lítilsháttar breytingum á morgun, 26. maí. Sumaráætlun verður tekin upp á þremur leiðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum landsbyggðarleiðum, leið 18 verður breytt og akstur mun hætta klukkustund fyrr á sunnudögum í sumar. Meira »

Segir dóm MDE „umboðslaust at“

11:35 „Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun. Meira »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »

Nítján stundir af orkupakkaumræðu

10:03 Þingmenn Miðflokksins ræddu um innleiðingu þriðja orkupakkans í alla nótt og til kl. 10:26 í morgun. Fundur hófst kl. 15:31 í gær og stóð yfir í á nítjándu klukkustund. Varaforseti þingsins sagði miðflokksmenn ráða hvenær fundi ljúki. Meira »

Fá aðgang að vaxandi markaði

09:30 „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá aðgang að mest vaxandi markaði fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum, um opnun Kínamarkaðar fyrir íslenskar eldisafurðir. Meira »

Bílbruni á Kjalarnesi

08:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. Bíllinn er gjörónýtur. Meira »

Heppin með veður til þessa

08:18 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Meira »

Mótmæla hærri arðgreiðslum

07:57 Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. Meira »

Líkamsáras í gleðskap í Garðabæ

07:48 Tilkynnt barst lögreglu um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði staðið yfir gleðskapur í heimahúsi og húsráðandi gert tilraun til þess að vísa mönnum úr partýinu sökum þess að þeir voru að nota fíkniefni. Mennirnir réðust í kjölfarið á manninn. Meira »

Trymbillinn sem gerðist leikari

07:37 Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. Meira »

Launahækkanir kjararáðs ráðgáta

06:30 Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnanna fengu afturvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjararáð ætla að tilkynna hverjum og einum með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Meira »

Með saltið í blóðinu

05:30 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi. Meira »

Airbus afhendir tólf þúsundustu vélina

05:30 Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú afhent tólf þúsund flugvélar til viðskiptavina sinna vítt og breitt um heiminn. Félagið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en það er í raun eini keppinautur Boeing á markaðnum með stærri farþegaþotur. Meira »

Krani í Sundahöfn nær 100 metra upp

05:30 Unnið er af fullum krafti að uppsetningu stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sundahöfn. Á þessum stað verður aðal-athafnasvæði Eimskips í framtíðinni. Meira »

Greftrunarhefðir breytast hægt

05:30 Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma telur ekki útilokað, að ný greftrunaraðferð, sem einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur þróað, ryðji sér til rúms. Meira »

Borgin skoðar veggjöld

05:30 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir til skoðunar að leggja á svonefnd tafagjöld til að stjórna og draga úr umferð einkabíla í Reykjavíkurborg. Meira »

Eldvatnsbrú sett á stöpla

05:30 Brúarvinnuflokkur Munck á Íslandi ætlaði nú með morgninum að hefjast handa við að koma nýju brúnni yfir Eldvatn í Skaftártungu fyrir á stöplum sínum. Meira »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »