Forseti Íslands boðar til blaðamannafundar

Bessastaðir.
Bessastaðir.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan 16:15. Ekki kemur fram í fundarboði hvert efni fundarins er, en forsetanum voru í gær send nýsett fjölmiðlalög til staðfestingar. Skorað hefur verið á forsetann að staðfesta ekki lögin heldur vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjónvarpað verður frá fundinum í dag.

mbl.is