Norsku krónprinshjónin fræddust um Snorra Sturluson

Morgunblaðið/Þorkell

Séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholtskirkju, sagði norsku krónprinshjónunum, Hákoni og Mette-Marit, frá Reykholti og sýndi þeim helstu staði, s.s. Snorrastofu, fornleifauppgröft, Snorralaug og styttu af Snorra, sem var gjöf til Íslendinga frá Norðmönnum. Létu hvorki séra Geir né gestirnir það mikið á sig fá þó að nokkrir dropar féllu af himnum ofan heldur skýldu sér með regnhlífum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hlýddi einnig á Geir og bauð krónprinshjónunum til kvöldverðar í Reykholti í gærkvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »