Forsætisráðherra gekkst undir aðgerð

Davíð Oddsson forsætisráðherra.
Davíð Oddsson forsætisráðherra.

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, var lagður inn á Landspítalann við Hringbraut í nótt vegna gallblöðrubólgu. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir, að við rannsókn hafi komið í ljós staðbundið æxli í hægra nýra. Hefur Davíð gengist undir aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð og sömuleiðis hægra nýra. Segir forsætisráðuneytið, að aðgerðin hafi gengið að óskum.

mbl.is