Framlengingar gæsluvarðhalds krafist yfir fyrrum sambýlismanni

Eftir hádegið í dag verður krafðist framlengingar gæsluvarðhalds yfir fyrrverandi sambýlismanni konu frá Indónesíu, Sri Rahmawati, en ekki fengust upplýsingar hjá lögreglunni í Reykjavík um það hversu langs varðhalds verður krafist.

Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn segir að engar upplýsingar verði veittar að svo stöddu um rannsóknina á hvarfi Rahmawatis en síðast spurðist til hennar 4. júlí. Hörður segir að rannsókninni miði áfram hægt og sígandi.

Niðurstöður norskrar DNA-rannsóknar staðfesta að blóð sem fannst í íbúð og í bifreið fyrrverandi sambýlismanns Sri Rhamawati er allt úr henni. Lögregla telur að maðurinn hafi banað konunni en hann var handtekinn 6. júlí og í kjölfarið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert