Ingibjörg Haraldsdóttir hlýtur Íslensku þýðingaverðlaunin

Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut í dag Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Fjárhættuspilarinn eftir Fjodor Dostojevskí. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini í dag. Það er Bandalag þýðenda og túlka sem stendur að verðlaununum sem nú eru afhent í fyrsta sinn.

Verðlaunin eru veitt fyrir best þýdda bókmenntaverkið 2004. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Þýðing Ingibjargar markast af öryggi og listfengi þýðanda sem þekkir höfundinn og tungutak hans gjörla og íslenskur texti hennar er framúrskarandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert