Forseti Íslands sendir Bretadrottningu og Tony Blair samúðarkveðjur

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent Elísabetu Bretadrottningu og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands eftirfarandi samúðarkveðjur:

„Ég votta yður og bresku þjóðinni djúpa samúð mína, konu minnar og Íslendinga allra vegna hinna hræðilegu hryðjuverkaárása í London. Hugur okkar er hjá hinum særðu og fjölskyldum hinna látnu og slösuðu.

Um veröld víða sameinast fólk nú í varðstöðu um hið frjálsa og opna samfélag, staðráðið í að láta hryðjaverkaöflunum ekki takast að skaða lýðræði okkar eða draga úr hollustu

Það er brýnt að sýna á þessari stundu víðtæka samstöðu allra þjóða og Íslendingar heita Bretum einlægum stuðningi á erfiðum tímum.“

Ólafur Ragnar Grímsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert