„Götur Lundúna eru tómar“

Eftirlitsmyndavélar við Westminster í London.
Eftirlitsmyndavélar við Westminster í London. AP

Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, kom til Lundúna nú undir kvöld. Að sögn Davíðs er rólegt um að litast í borginni, eftir árásirnar í morgun. „Göturnar í London eru alveg tómar sem er óvenjulegt fyrir fimmtudagskvöld og flestir virðast halda ró sinni,“ sagði Davíð nú á tíunda tímanum. „Bílstjóri leigubílsins sem ég tók sagði mér að það hafi aldrei gengið svona vel að aka í gegnum borgina,“ bætti Davíð við, en umferðin í borginni er mjög lítil. Davíð fór í gegnum Liverpool Street lestarstöðina þar sem sprengja sprakk í morgun, en hann segir engin merki um atburði morgunsins þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert