Halldór Ásgrímsson fordæmir hryðjuverkaárásir í Lundúnum

Breski fáninn blakti í dag í hálfa stöng yfir Gleneagle …
Breski fáninn blakti í dag í hálfa stöng yfir Gleneagle hótelinu á Skotlandi þar sem leiðtogar helstu iðnríkja heims sitja á fundi. AP

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra Íslands, fordæmir hryðjuverkaárásirnar í London í morgun og segir þær mikil grimmdarverk gagnvart saklausum borgurum.

„Enn á ný sýna þessi öfl sitt hugarfar. Þeirra ætlan er að skapa sem mestan glundroða og ráðast að gild um þeirra sem að vilja lifa við lýðræðislega stjórnarhætti. Þetta er ekki aðeins árás á bresku þjóðina heldur lýðræðisleg og þjóðfélagsleg gildi okkar allra,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í dag.

„Hugur okkar er með bresku þjóðinni og það er okkar skylda að standa með þeim eins og einn maður og treysta böndin í bar áttunni gegn þessari ógn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert