Neytendasamtökin kanna hvort aðgerðir SMÁÍS og SKY séu löglegar

Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna hvort Samtök myndrétthafa á Íslandi og SKY-sjónvarpið breska hafi lagalegar heimildir til loka á öll íslensk greiðslukort á þeim forsendum að ekki megi selja hérlendis áskriftir að útsendingum sjónvarpsstöðva SKY, að fréttum undanskildum.

Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendasamtakanna. Þar segir:

„Vegna frétta sem fram hafa komið um að Smáís, samtök myndréttahafa á Íslandi, hafi óskað eftir að Sky sjónvarpsstöðin hætti einhliða viðskiptum við íslenska neytendur með því að loka á öll viðskipti þar sem greitt er með íslenskum greiðslukortum, vilja Neytendasamtökin að eftirfarandi komi fram:

Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna hvort Smáís og Sky hafi lagalegar heimildir til aðgerða af þessu tagi. Ljóst er að með þessum aðgerðum er mörgum heimilum gert að kaupa þjónustu (þar á meðal enska boltann) á hærra verði en þau þurfa nú að geral og líta Neytendasamtökin það alvarlegum augum. Neytendasamtökin minna á að með þessu er dregið úr samkeppni og þjónustu við íslenska neytendur. Neytendasamtökin efast um lagalegar heimildir fyrir aðgerð sem þessari og telja því nauðsynlegt að kanna lögmæti þeirra. Neytendasamtökin leggja áherslu á að hægt verði að ljúka þessari athugun sem fyrst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka