Tvær bílveltur á sama tíma

Engin meiðsl urðu á fólki þegar tveir bílar ultu í Hveradalabrekku í gærkvöldi. Fyrri bíllinn valt laust fyrir tíu, en sá seinni rétt eftir tíu. Voru lögreglumenn rétt ókomnir á staðinn til að aðstoða ökumann fyrri bílsins þegar seinni bíllinn valt.

Einn maður var við stýrið á fyrri bílnum, en tvær stúlkur óku í þeim seinni. Sluppu allir við meiðsl og þykir það mildi.

Ultu báðir bílarnir á sama stað á veginum, en mikil hálka var á þessum slóðum og akstursaðstæður erfiðar. Bílarnir eru báðir talsvert skemmdir og voru þeir færðir til Selfoss með kranabíl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »