Þormóður- Rammi selur frystitogarann Sunnu

Sunna SI 67, sem hét upphaflega Vaka SU 9, var …
Sunna SI 67, sem hét upphaflega Vaka SU 9, var glæsilegt fjölveiðiskip en var síðar breytt í rækjufrystitogara sem stundaði veiðar bæði við Ísland og á Flæmingjagrunni. mbl.is/Hafþór

Þormóður rammi – Sæberg hf hefur selt frystitogarann Sunnu. Kaupandi er Gulltog ehf. í Keflavík, félag sem er í eigu Magna Jóhannssonar skipstjóra og fleiri. Sunna hefur verið í eigu Þormóðs rammi – Sæbergs hf. frá árinu 1992 og var alltaf gerð út á rækju. Segir á heimasíðu fyrirtækisins að útgerð skipsins hafi markaði viss tímamót í sögu rækjuveiða er skipið hóf veiðar, fyrst skipa, með tveimur trollum samtímis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert