„Kaninn" hættur að heyrast

Ómar Ragnarsson og Rúnar Júlíusson voru viðstaddir í dag þegar ...
Ómar Ragnarsson og Rúnar Júlíusson voru viðstaddir í dag þegar Vince Dickens, útvarpsstjóri varnarliðsins, kvaddi hlustendur „Kanaútvarpsins“.
Útvarpsstöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hætti í dag útsendingum sínum á miðbylgju eftir nær 55 ára starfsemi, en varnarliðið hóf tilraunaútsendingar á Keflavíkurflugvelli undir nafninu RADIO TFK með 25 vatta sendistyrk á miðbylgju í nóvembermánuði 1951.

Samkvæmt upplýsingum frá Upplýsingaskrifstofu varnarliðsins voru fordæmi fyrir útvarpssendingum breska og bandaríska hersliðsins hér á landi í síðari heimsstyrjöldinni er báðir leigðu sérstaka dagskrártíma fyrir menn sína í Ríkisútvarpinu. Þá var lítil útvarpsstöð starfrækt á Keflavíkurflugvelli í stríðslok. Var varnarliðinu veitt formlegt leyfi til reksturs 250 vatta útvarpsstöðvar allan sólarhringinn í maímánuði 1952 og varð þannig lögformlegur aðili að rekstri ljósvakamiðla á Íslandi.

Útvarpsstöðin flutti blöndu af vinsælli tónlist, fréttum, tilkynningum, fræðslu- og skemmtiefni sem unnið var af starfsmönnum stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða útvarpi Bandaríkjahers, Armed Forces Radio Service, og sent út beint eða af plötum, segulböndum og um gervihnött líkt og í öðrum bækistöðvum Bandaríkjahers erlendis. Stöðin útvarpaði á 1484 kílóriðum til ársins 1975 er sendingin var færð á 1485 kílórið til samræmis við evrópskar útvarpssendingar, og ári síðar hófust FM steríósendingar um kapalkerfi. Útsenditíðninni var enn breytt í 1530 kílórið á tíunda áratugnum og hafin 50 vatta útsending á FM 104,1 árið 1994.

Auk eigin þáttagerðar flutti útvarpsstöðin gjarna flest það sem vinsælast var í bandarísku útvarpi líkt og tónlistarþætti Casey Kasem, American Top Forty, Charlie Tuna, Wolfman Jack, Gene Price, Roger Carroll, Jim Pewter, Don Tracy, Dick Clark, Humble Harve, Mary Turner, Tom Campbell, Carmen Dragon, Bill Stewart og Harry Newman, og fréttaþætti Pauls Harveys og Roberts. W. Morgans auk All Things Considered, og einnig þætti á borð við CBS Radio Mistery Theater og Golden Days of Radio.

Stöðin hóf sjónvarpsútsendingar á Keflavíkurflugvelli árið 1955 en þær sendingar voru færðar í kapalkerfi og litvæddar árið 1976. Á öndverðum níunda áratugnum bættust sjónvarps- og útvarpssendingar um gervihnött við kapalkerfið og urðu þar alls 40 sjónvarpsrásir og 11 útvarpsrásir.

Starfsmenn útvarps- og sjónvarpsstöðvar varnarliðsins voru að jafnaði um 25 talsins, þar af þrír íslenskir tæknimenn.

mbl.is

Innlent »

Tillögðu Sjálfstæðisflokks vísað frá

06:02 Meirihluti borgarstjórnar samþykkti að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um að fá utanaðkomandi aðila til að gera úttekt á framkvæmd við braggann frá á fundi sínum sem stóð fram yfir miðnætti. Meira »

1.500 tonn af hvalaafurðum flutt til Japans

05:30 Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardaginn var, 13. október. Meira »

Sjóðfélögum Lífsverks tryggður forgangur

05:30 Samkomulag hefur náðst á milli lífeyrissjóðsins Lífsverks og félagsins Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suðurlandsbraut 68-70. Meira »

Íbúðaverðið gæti lækkað

05:30 Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi hjá Gamma, segir útlit fyrir „einhvers konar leiðréttingu“ á verði dýrari íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ólíklegt sé að nafnverðið hækki meira. Meira »

Fengu gögnin hjá Ríkisskattstjóra

05:30 Ríkisskattstjóri afhenti forráðamönnum vefsins Tekjur.is eintak af skattskrá allra landsmanna í sumar.   Meira »

Framleiðir íslenskt silki

05:30 Fatahönnuður í Grundarfirði framleiðir eigið silki. Hún er með tilraunaeldi á silkiormum í bílskúr og hefur þegar ræktað fimm lotur af silkiormum en eitt til tvö þúsund ormar eru í hverri lotu. Meira »

Yfir 30 kílóa styrjur í eldi

05:30 Styrjur hafa dafnað vel í eldi í stöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi síðustu ár. Þar eru nú um 200 styrjur og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd. Meira »

Hlemmur Mathöll hluti af stærri rannsókn

05:30 Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða rannsókn á framúrkeyrslu við endurbætur á Hlemmi Mathöll fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, ekki frekar en aðrar rannsóknartillögur. Meira »

Andlát: Eiríkur Briem

05:30 Eiríkur Briem, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. október síðastliðinn. Eiríkur fæddist í Reykjavík 30. janúar 1948, sonur hjónanna Eiríks Briem rafmagnsverkfræðings og Maju-Gretu Briem. Meira »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Allt of hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að allt of hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

Í gær, 19:27 Eigandi City Park hótels segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

Í gær, 19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
Til leigu í Vesturbænum
Lítil falleg íbúð, hentar einstaklingi eða pari.Leigist aðeins reglusömum engin ...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...