Væntanlega ákveðið fyrir mánaðamót um endurákæru

Jón Ásgeir Jóhannesson í réttarsalnum ásamt Gesti Jónssyni, lögmanni sínum.
Jón Ásgeir Jóhannesson í réttarsalnum ásamt Gesti Jónssyni, lögmanni sínum. mbl.is/Ómar

Skammt er að bíða þess að tilkynnt verði hvort gefin verður út endurákæra í Baugsmálinu vegna þess ákæruliðar sem Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá í lok júní, og síðar staðfest af Hæstarétti.

Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, útilokaði það ekki eftir að Hæstiréttur staðfesti frávísunina á einum ákærulið af nítján að gefin verði út ný ákæra vegna þess hátternis Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs Group, sem þar er lýst. Ákært var vegna fjársvika, en til vara umboðssvika, vegna atburðarásar sem endaði með því að Baugur eignaðist Vöruveltuna, sem rak 10-11-verslunarkeðjuna.

Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki hafi verið tekin ákvörðun um endurákæru, en hann reikni með því að Jóni Ásgeiri verði tilkynnt endanleg ákvörðun um hvort af endurákæru verði eða ekki fyrir lok ágústmánaðar.

Yrði þriðja ákæran vegna kaupa Baugs á 10-11

Við málsmeðferð vegna frávísunarinnar fyrir héraðsdómi 21. júní sl. sagði Sigurður að frávísun þá, sem varð svo raunin, myndi líklega þýða að ekki yrði ákært að nýju. Það kæmi ekki síst til af því að sá liður sem þar var vísað frá var hluti af endurákæru vegna fyrstu ákærunnar í málinu, sem var vísað frá dómi í heild sinni. Verði endurákært nú yrði því um að ræða þriðju ákæruna vegna kaupa Baugs á 10-11-verslunarkeðjunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert