Kjósverjar mótmæla hugmyndum um stórframkvæmdir á Grundartanga

Umhverfis- og ferðamálanefnd Kjósarhrepps lýsir yfir undrun sinni á ítrekuðum fréttaflutningi af fyrirhuguðum verksmiðjubyggingum á Grundartanga í Hvalfirði, í bókun sem hún samþykkti 24. október s.l. Nefndin mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum og hvetur fólk til að taka höndum saman og stöðva þær.

,,Með því að gera einn fallegasta fjörð landsins að allsherjar iðnaðarsvæði er verið að taka óþarfa áhættu á röskun dýralífs, flóru og mannlífs á svæðinu," segir í bókuninni sem birt er á síðunni hvalfjordur.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert