Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn

Spaugstofumenn brutu lög á laugardag þegar þeir fluttu þjóðsönginn með breyttum texta í sjónvarpsþætti sínum en texti Spaugstofunnar fjallaði um Alcan og áliðnað. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Samkvæmt lögum um þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta hann í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota hann á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Rísi ágreiningur um notkun þjóðsöngsins sker forsætisráðherra úr um hann.

mbl.is