Stefnir í tvísýnar álverskosningar

Á laugardaginn munu íbúar Hafnarfjarðar greiða atkvæði með eða á móti stækkun álvers Alcans í Straumsvík. Fréttavefur Morgunblaðsins heimsótti kynninga- og upplýsingamiðstöðvar Alcans og Sól í straumi í Hafnarfirði og ræddi jafnframt við vegfarendur um atkvæðagreiðsluna. Viðmælendur mbl.is segja Hafnfirðinga skiptast í tvo hópa í afstöðu sinni til álversstækkunarinnar og því megi búast við tvísýnum kosningum á laugardaginn.

Upplýsingamiðstöð Alcans er staðsett á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firðinum, en hægt er að kynna sé nánar um starfssemi álversins hér.

Upplýsingamiðstöð Sól í straumi er staðsett á jarðhæð á Hótel Víking sem er gegnt Fjarðarkránni. Hægt er að kynna sér málefni baráttuhópsins hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina