Þúsundir fylgdust með risabrúðu á gönguför

Börn á öllum aldri buðu risessuna velkomna á fætur í morgun þegar hún reis úr rekkju sinni á þaki Hljómskálagarðsins. Eitt þúsund 10 ára gömul börn fylgdu risessunni ásamt fleiri hundruð Reykvíkinga sem voru samankomnir í miðbænum í blíðskaparveðri til að berja risadúkkuna augum. Undrun og gleði skein af hverju andliti og greinilegt að risessan vakti kátínu og aðdáun fólks.

Risessan er úr smiðju götuleikhússins Royal de Luxe og er lokahnykkurinn á frönsku menningarveislunni, Pourquoi pas? – Franskt vor á Íslandi. Hún er jafnframt upphafsatriði Listahátíðar í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina