TF-SIF: Rannsókn beint að hreyflum

Á blaðamannafundi Landhelgisgæslunnar í dag var farið yfir helstu atriði í sambandi við nauðlendingu TF-SIF við æfingar í fyrrakvöld.

Eftir nauðlendingu var drepið á mótorum þyrlunnar og gengið frá henni þannig að spaðar hennar færu hvorki í sjó, bát eða fólk. Áhöfnin tók síðan saman helstu pappíra og gögn og fór út um aftari hægri dyr.

Hættulegasta tímabilið á björgunarflugi er þegar þyrla svífur lágt yfir skipi á litlum hraða. Ótti komst ekki að hjá áhöfn TF-SIF, en segjast mennirnir hafa helst hugsað til ættingja og vinnufélaganna sem biðu heima.

Rannsóknarnefnd flugslysa segist nú beina rannsókn sinni að hreyflum þyrlunnar, en hvorki áhöfnin né skipstjóri Einars J. Sigurjónssonar gátu sagt til hvort um bilun í hreyflum hafi verið að ræða. Ingólfur Haraldsson, skipstjóri, sagðist hafa heyrt breytingu á hljóði frá þyrlunni og haldið að hún væri hætt við björgunaraðgerðirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina