Mótmælendur loka fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/RAX

Mótmælendur frá Saving Iceland hafa lokað fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun með því að hlekkja sig saman og við bíla. Samtökin segjast vera með þessu að mótmæla stækkun virkjunarinnar, óheiðarlegum viðskiptaháttum Orkuveitu Reykjavíkur og tengslum hennar við stríðsrekstur. Samtökin segja að 30% af framleiddu áli sé selt til hergagnaframleiðslu.

Að sögn lögreglu eru mótmælendurnir um 10 til 15 talsins og hafa nokkrir þeirra farið inn á sjálft vinnusvæðið. Einn mótmælendanna hefur klifrað upp í krana á svæðinu.

Engin hefur verið handtekinn en um tugur lögreglumanna er á staðnum.

Sem fyrr segir hafa mótmælin truflað umferð til og frá virkjuninni en engin röskun hefur orðið á umferð um Suðurlandsveg.

mbl.is

Bloggað um fréttina